Dagvist aldraðra
Aldraðir sem þurfa reglulega umönnun til að geta dvalið sem lengst á eigin heimili geta sótt um að komast í dagvist fyrir aldraða.
Dagdvöl
Dagvist aldraðra í ýmsum sveitarfélögum
Reykjavík Fljótsdalshérað (dægradvöl) Garðabær Akureyri (dagþjónusta) Hjúkrunar- , dvalar- og dagvistarrými, skipt eftir svæðum Öldrunarmál á vef stjórnarráðsins
Sækja þarf um dagvist á eyðublöðum sem fást hjá velferðar-/félagsþjónustu sveitarfélaganna. Umsóknarferli er misjafnt eftir sveitarfélögum en upplýsingar þar má fá hjá velferðar-/félagsþjónustum, viðkomandi dagdvöl eða þeim sem sjá um þjónustu og hjúkrun aldraðra hjá sveitarfélaginu.
Dagdvöl getur verið einn eða fleiri daga vikunnar eftir þörfum.
Í dagdvöl aldraðra á að meta heilsufar, veita hjúkrunarþjónustu, félagslega ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs, allt eftir þörfum hvers og eins.
Sú þjónusta sem dagdvöl felur í sér getur verið:
Fæði.
Leikfimi og þjálfun.
Hvíldaraðstaða.
Tómstundaiðja.
Böðun.
Akstur að heiman og heim.
Víða er starfsemi dagdvalar á sama stað og í samvinnu við þjónustumiðstöðvar sveitarfélaganna og mögulegt að fá aðgang að starfsemi sem þar fer fram.
Greitt er gjald fyrir hvern dvalardag og er akstur innifalinn í dvalargjaldi.