Fyrir hverja?
Lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli í kjölfar Covid-19.
Helstu skilyrði:
hafa 40% lægri tekjur en á sama 60 daga tímabili 2019
tekjur ársins 2019 voru á milli 9 milljónir króna og 1.200 milljónir króna
launakostnaður nam að minnsta kosti 10% af rekstrargjöldum 2019
hafa ekki greitt arðgreiðslur og engin kaup á eigin hlutabréfum frá 1. mars
hafa engin alvarleg vanskil
hafa skilað ársreikningum síðustu þriggja ára
hafa skilað inn upplýsingum um raunverulega eigendur
vera rekstrarhæft skv. hlutlægum viðmiðum eftir heimsfaraldurinn
Hvernig er sótt um?
Prófkúruhafi fyrirtækis fyllir út umsókn á Ísland.is. Hægt er að smella á umsóknina á þessari síðu.
Umsóknin berst þá þeirri lánastofnun sem fyrirtækið velti mest hjá 2019 en lánastofnunin tekur ákvörðun um lánveitinguna.
Heimilt er að veita lánin til og með 31. maí.
Algengar spurningar og nánari upplýsingar um Stuðningslánin á Ísland.is.