Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Mennta­skólinn á Akureyri

Upplýsingar um starf

Starf

Þjónustustjóri tölvumála í MA

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

50%

Starf skráð

03.05.2024

Umsóknarfrestur

21.05.2024

Þjónustustjóri tölvumála í MA

Menntaskólinn á Akureyri óskar eftir að ráða þjónustustjóra tölvumála til afleysinga í eitt ár frá 1. ágúst 2024.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Tryggja að þróun upplýsingatækni og tölvumála sé í samræmi við stefnu skólans og styðji við nám, kennslu og önnur verkefni.

  • Hafa yfirsýn yfir og vera leiðandi í notkun upplýsingatækni, fylgjast með nýjungum og veita kennurum, nemendum og öðrum starfsmönnum stuðning og aðstoð í samvinnu við UT - ráðgjafa.

  • Tengiliður skólans við það fyrirtæki sem þjónustar og hýsir tölvuumhverfi skólans hverju sinni og skipuleggur kerfisþjónustu fyrirtækisins í samráði við skólameistara og tengiliði fyrirtækisins

  • Tengiliður skólans við Menntaský og fundar með tengiliðum annarra skóla

  • Getur falið einum eða fleiri UT-ráðgjöfum að vinna ákveðin verk á verksviði deildarinnar og ber ábyrgð á störfum þeirra

  • Mótttaka nýnema og aðstoð við fyrstu skref þeirra í tölvukerfi skólans

  • Leiðbeinir kennurum og nemendum í meðferð og notkun hvers konar tölvubúnaðar, bæði vélbúnaðar og hugbúnaðar ásamt kennslufræðilegri hagnýtingu upplýsingatækni í námi og kennslu, í samráði við skólameistara

  • Skipuleggur og heldur utan um Menntabúðir í MA í samráði við UT ráðgjafa skólans

  • Gerir í samstarfi við fjármálastjóra árlega fjárhags- og innkaupaáætlun varðandi tæki og hugbúnað sem tengjast UT og er til ráðgjafar stjórnendum skólans um kaup á vél- og hugbúnað eftir aðstæðum hverju sinni.

  • Önnur verkefni í samráði við skólameistara

Hæfniskröfur

Tæknimenntun á borð við kerfisstjórn eða kerfisfræði er kostur.

  • Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu og reynslu af rekstri Microsoft stýrikerfa og umsýslu Microsoft 365 lausna. Kostur að hafa viðurkenndar prófgráður í Microsoft-umhverfinu.

  • Þekking og reynsla af rekstri vélbúnaðar fyrir útstöðvar.

  • Þekking á helstu öryggisógnum upplýsingakerfa og viðeigandi fyrirbyggjandi aðferðum.

  • Kostur að þekkja til hugbúnaðar og tækja sem er notaður í skólaumhverfi.

  • Búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og vera með góða þjónustulund.

  • Hafa góða skipulagshæfileika og hugsa í lausnum.

  • Að geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um nám og starfsferil, afrit af prófskírteinum ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Sakavottorð þarf að fylgja umsókn.

Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarvef Starfatorgs.

Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verði tekin.

Starfshlutfall er 50%

Umsóknarfrestur er til og með 21.05.2024

Nánari upplýsingar veitir

Karl Frímannsson, karl@ma.is

Sími: 862 8754

Sigurlaug A Gunnarsdóttir, sag@ma.is

Sími: 824 1552

Þjónustuaðili

Mennta­skólinn á Akureyri

Upplýsingar um starf

Starf

Þjónustustjóri tölvumála í MA

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

50%

Starf skráð

03.05.2024

Umsóknarfrestur

21.05.2024