Íslykill

Íslykill.is

Íslykill er hluti af nýrri innskráningarþjónustu Ísland.is


ÍslykillÍslykill er ný innskráningarleið sem er í þróun hjá Þjóðskrá Íslands og mun leysa veflykil ríkisskattstjóra af hólmi sem innskráningarleið hjá Ísland.is.

Þjóðskrá Íslands gefur út Íslykil. Þjóðskrá Íslands gefur líka út pappírsskilríki (vegabréf og nafnskírteini).


Athugið að sending í heimabanka getur tekið 5-10 mínútur. 

 • Við fyrstu innskráningu með Íslykli er notandi beðinn að breyta lyklinum og gefa upp farsímanúmer og netfang. Farsímanúmer og netfang er notað þegar þörf er á auknu öryggi.

Hvað er Íslykill?

 • Kennitala og lykilorð.
 • Upphaflegt lykilorð sem útbúið er sjálfvirkt samanstendur af þremur orðum úr orðabók með "punkti" á milli.
 • Við fyrstu innskráningu með nýjum Íslykli er eigandi lykilsins beðinn að breyta honum. Nýja lykilorðið þarf að vera "sterkt", þ.e. lágmark 10 stafir og blanda af bókstöfum, tölustöfum og táknum. Íslenskir stafir eru leyfðir. Ekki er gerður greinarmunur á há- og lágstöfum.

Hvað er styrktur Íslykill?

 • Þegar veittur er aðgangur að mjög viðkvæmum gögnum getur verið að gerðar séu auknar kröfur við innskráningu.
 • Styrktur Íslykill samanstendur af Íslykli og styrkingu (sex stafa tölu) sem er send með SMS til notanda.
 • Við innskráningu í fyrsta sinn með Íslykli er beðið um farsímanúmer og netfang til að nota þegar þörf er á auknu öryggi.

Hver fær Íslykil?

 • Fólk og fyrirtæki. Ekkert aldurstakmark er á Íslykli.

Hvar fæ ég Íslykil?

 • Í heimabanka. (Athugið að Íslykill fyrir börn er aldrei sendur í heimabanka forráðamanna).
 • Í bréfpósti á lögheimili eins og það er skráð í þjóðskrá.
 • Í þjónustuveri Þjóðskrár Íslands.
  • Íslendingur sem náð hefur 18 ára aldri þarf að framvísa lögmætum persónuskilríkjum, nafnskírteini, vegabréfi eða ökuskírteini. 
  • Íslendingur undir 18 ára aldri þarf að vera í fylgd með að minnsta kosti einum forráðamanni sem framvísar lögmætum persónuskilríkjum, nafnskírteini, vegabréfi eða ökuskírteini.

Hvar nota ég Íslykil?

Á vefjum stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Sjá nánar um notendur.

Senda grein


Tungumál


Vottun á aðgengi í forgangi 1 og 2, frá Sjá og Ö.B.Í.