Bifreiðakaup

Bifreiðakaup

Við kaup á bifreið er ráðlegt að kynna sér feril bílsins, eigendasögu, tjón og áhvílandi gjöld og veð hjá eiganda hans, sem hefur aðgang að þeim í Ökutækjaskrá.

Bifreiðakaup og -sala

 • Bifreiðasalar bera ábyrgð á að viðskipti með ökutæki fari rétt fram og á að ganga frá öllum skjölum sem þeim viðkoma.
 • Þeir sem kaupa eða selja bifreiðar án milligöngu bifreiðasala hafa ekki jafn örugga réttarstöðu og þurfa að gæta þess að rétt sé staðið að samningsgerð og frágangi skjala.

Sölugögn

 • Kaupsamning og afsal á að gera á fullnægjandi eyðublöðum.
  Eyðublöð fyrir kaupsamning og afsal á vef FÍB
 • Eigendaskipti bifreiða verður að tilkynna Umferðastofu. Tilkynninguna má einnig afhenda á skoðunarstofu. Nýr eigandi er þá skráður í ökutækjaskrá og fær sent nýtt skráningarskírteini.
 • Gæta verður þess að tilgreina tryggingarfélag kaupanda á eigendaskiptatilkynningu. Seljandi verður jafnframt að segja upp gildandi tryggingu og gera upp við sitt tryggingarfélag.
 • Við sölu bifreiðar hjá bifreiðasala verða eftirfarandi gögn að liggja fyrir en þeir sem kaupa eða selja án milligöngu bifreiðasala ættu eindregið að kynna sér þau:
 • Vottorð sem sannar að seljandi sé eigandi þess ökutækis sem selt er eða hafi umboð til sölunnar.
 • Skrá yfir fyrri eigendur.
 • Upplýsingar um tjón og viðgerðir.
 • Upplýsingar um veðbönd sem hvíla á ökutækinu.
 • Allar upplýsingar um skráningu og feril eigin ökutækja er hægt að sækja í ökutækjaskrá Umferðarstofu. Aðgangur að henni er í gegnum þjónustusíðu á vef Ríkisskattstjóra (RSK) með sama veflykli og notaður er við skil skattframtals. Vissar upplýsingar um önnur ökutæki má fá gegn gjaldi hjá söluaðilum ökutækjaskrár.

Eyðublöð umsóknir og pantanir á vef Umferðarstofu
Um ökutækjaskrá á vef Umferðastofu

Eigendur

Notuð ökutæki

 • Kaupendur notaðra ökutækja eiga rétt á að láta ástandsskoða ökutækið á eigin kostnað hjá óháðum aðila, án skuldbindinga um kaup. Ástandsskoðanir fara fram hjá faggildum skoðunarstofum.
 • Notaða bíla, sem keyptir eru erlendis frá, þarf að nýskrá.
  Um skráningar bifreiða á island.is


Listi yfir faggiltar skoðunarstofur (pdf, 25 kb)

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Senda grein


Tungumál


Vottun á aðgengi í forgangi 1 og 2, frá Sjá og Ö.B.Í.