Fara beint í efnið

Innheimta á kröfum TR

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra sér um innheimtu á kröfum TR þegar skuldari hefur ekki sinnt ítrekuðum boðum TR um greiðslu.

Innheimtuferli

Þegar krafa er stofnuð birtist hún í heimabanka skuldara.  Innheimtubréf eru send í pósthólf viðkomandi á island.is.  

Ef krafan fæst ekki greidd 30 dögum eftir að innheimtubréf hefur verið sent og ekki er samið um kröfuna er greiðsluáskorun birt af stefnuvotti. 

Eftirfarandi úrræði koma til, til að knýja á um greiðslur:

Greiðsludreifing 

Þegar frádrætti af greiðslum hjá TR verður ekki komið við þá er hægt að semja við sýslumanninn á Norðurlandi vestra um að greiðsludreifingu. 

Beiðni um greiðsludreifingu þarf að berast skriflega á netfangið innheimta@syslumenn.is eða með bréfi til embættis Sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Þá er einnig hægt að greiða með greiðslukorti. 

Meginreglan er að greiðslum sé skipt til allt að 12 mánaða samkvæmt beiðni skuldara en að jafnaði ekki lengur en til 36 mánaða, séu sérstakar aðstæður fyrir hendi. 

Lágmarksfjárhæð mánaðarlegra greiðslna í greiðsludreifingu er 10.000 krónur. 

Millifærslur

Athugið að hægt er að greiða kröfu með millifærslu.

Bankaupplýsingar

Reikningsnúmer  0159-26-267
Kennitala 660914-0990 
IBAN: IS81 0159 2600 0267 6609 1409 90  
SWIFT (BIC) NBIIISRE

Tilgreina þarf kennitölu og nafn skuldara við greiðslu í banka.

Vextir

Hafi krafa vegna ofgreiddra bóta ekki verið greidd 12 mánuðum frá því að hún stofnaðist er Tryggingastofnun skylt að reikna 5,5% ársvexti á eftirstöðvar kröfu.

Vextir eru ekki reiknaðir ef samningur um endurgreiðslu liggur fyrir og viðkomandi stendur í skilum með þær greiðslur.

Álag

Heimilt er að bæta 15% álagi á fjárhæð ofgreiddrar kröfu komi í ljós að bótaþegi hafi gefið upp rangar, villandi eða ófullnægjandi upplýsingar.

Ákvarðanir Tryggingastofnunar um endurkröfu má finna inni á mínar síður.

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15