Fara beint í efnið

Innkaup undir viðmiðunarfjárhæðum

Innkaup undir innlendum viðmiðunarfjárhæðum eiga að vera hagkvæm og þarf kaupandi að fá tilboð frá sem flestum seljendum og bera þau saman.

Við samaburð þarf að gæta að samkeppni og jafnræði í samræmi við gildandi lög og reglur.

Þegar kemur að kaupum á vöru og þjónustu er gott að hafa nokkur atriði í huga

  • Gæði og áreiðanleiki - Tryggja þarf að vara eða þjónusta uppfylli staðla ásamt kröfum um gæði og áreiðanleika

  • Kostnaðarvitund - Auk áherslu á hagkvæmni er mikilvægt að meta heildarkostnað, þ.m.t. rekstrarkostnað og viðhaldskostnað, yfir ævintíma vöru eða þjónustu.

  • Umfjöllun um umhverfisáhrif - Við val á vörum og þjónustu skal taka tillit til umhverfisáhrifa, bæði í framleiðslu og notkun.

  • Öryggi og lögfræðileg atriði - Tryggja þarf að allir lögfræðilegir þættir séu uppfylltir og að viðskiptin fari fram á öruggan og löglegan hátt.

Með þessari nálgun er ætti skilvirk nýting fjármuna og ábyrgð að vera tryggð. Ásamt því að stuðla að jafnræði og samkeppni á markaðnum.

Sjá nánar 24.gr (Innkaup undir innlendum viðmiðunarfjárhæðum) laga um um opinber innkaup.

Þjónustuaðili

Ríkis­kaup

Ríkiskaup

Hafðu samband

Sími: 530 1400

Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is

Afgreiðslu­tími

Alla virka daga frá klukkan 9 til 15.

Heim­il­is­fang

Borgartúni 26, 7. hæð,
105 Reykjavík

Kennitala: 660169-4749